FL Hestar

Tamning - Þjálfun - Hrossarækt - Sala

13.06.2016 22:02

LM úrtaka 2016

Sterkir hestar fyrir norðan

Sameiginleg úrtaka Glæsis, Neista, Skagfirðings og Þyts var haldin sl. helgi og þáttakan var mjög góð. Meiri en mótshaldarar bjuggust við og því var mótið afar langt báða dagana. Almenn ánægja var með völlinn og svæðið sem hefur tekið stakkarskiptum á sl. mánuðum og ekki skemmdi veðurblíðan fyrir.

Það voru margar flottar sýningar og sterkir hestar í öllum flokkum, sérstaklega í A-flokknum þar sem 14 efstu hestarnir hlutu 8,50 eða hærra í einkunn. Hlutskarpastir eftir báðar umferðirnar eru Þórarinn Eymundsson og Narri frá Vestri-Leirárgörðum en fast á hæla þeirra koma þau Hrannar frá Flugumýri og Eyrún Ýr Pálsdóttir. B-flokkurinn var einnig mjög sterkur og þar stendur efstur Viti frá Kagaðarhóli og Mette Mannseth einungis kommubroti yfir Þeim Odda frá Hafsteinsstöðum og Jakobi Svavari Sigurðarsyni og Freyði frá Leysingjastöðum II og Ísólfi Líndal Þórissyni.

Knaparnir í yngri flokkunum stóðu sig einnig mjög vel, efst í ungmennaflokki er Rósanna Valdimarsdóttir og Sprækur frá Fitjum með 8,50. Efst í unglingaflokki er Freydís Þóra Bergsdóttir og Ötull frá Narfastöðum með 8,56 og efst í barnaflokki er Júlía Kristín Pálsdóttir og Kjarval frá Blönduósi með einkunnina 8,76.

Hér fyrir neðan má sjá heildarniðurstöðu forkeppninnar í öllum flokkum.

A-flokkur gæðinga:

 1. Narri frá Vestri-Leirárgörðum og Þórarinn Eymundsson 8,82

 2. Hrannar frá Flugumýri og Eyrún Ýr Pálsdóttir 8,80

 3. Brigða frá Brautarholti og Þórarinn Eymundsson 8,71

 4. Kunningi frá Varmalæk og Líney María Hjálmarsdóttir 8,68

 5. Hetja frá Varmalæk og Þórarinn Eymundsson 8,67

 6. Karl frá Torfunesi og Mette Mannseth 8,62

 7. Náttúra frá Hofi og Barbara Wenzl 8,60

 8. Hnokki frá Þúfum og Mette Mannseth 8,59

 9. Seiður frá Flugumýri og Sigurður Rúnar Pálsson 8,55

 10. Dynur frá Dalsmynni og Bjarni Jónasson 8,54

 11. Stígandi frá Neðra-Ási og Elvar Einarsson 8,534

 12. Hlekkur frá Saurbæ og Pétur Örn Sveinsson 8,53

 13. Þeyr frá Prestbæ og Julian Veith 8,50

 14. Snillingur frá Íbishóli og Magnús Bragi Magnússon 8,50

 15. Roði frá Syðra-Skörðugili og Elvar Einarsson 8,49

 16. Pávi frá Sleitustöðum og Bjarni Jónasson 8,47

 17. Grámann frá Hofi og Bjarni Jónasson 8,45

 18. Kveðja frá Þúfum og Mette Mannseth 8,42

 19. Frenja frá Vatni og Jóhanna Heiða Friðriksdóttir 8,39

 20. Dúna frá Hólum og Pétur Örn Sveinsson 8,35

 21. Rosi frá Berglandi og Friðgeir Ingi Jóhannsson 8,35

 22. Óskar frá Litla-Hvammi og Hörður Óli Sæmundsson 8,33

 23. Orka frá Syðri-Völlum og Jónína Lilja Pálmadóttir 8,32

 24. Ákafi frá Brekkukoti og Hörður Óli Sæmundsson 8,32

 25. Von frá Hólateigi og Egill Þórir Bjarnason 8,31

 26. Ganti frá Dalbæ og Þóranna Másdóttir 8,29

 27. Magnús frá Feti og Sara Rut Heimisdóttir 8,27

 28. Heiðmar frá Berglandi og Friðgeir Ingi Jóhannson 8,26

 29. Aur frá Grafarkoti og Elvar Logi Friðriksson 8,26

 30. Molda frá Íbishóli og Elisabeth Jansen 8,18

 31. Gýgjar frá Gýgjarhóli og Helga Rósa Pálsdóttir 8,14

 32. Laufi frá Bakka og Elinborg Bessadóttir 8,09

 33. Laufi frá Syðra-Skörðugili og Eline Schriver 8,08

 34. Kjalvör frá Kálfsstöðum og Barbara Wenzl 7,87


B-flokkur gæðinga

 1. Viti frá Kagaðarhóli og Mette Mannseth 8,714

 2. Oddi frá Hafsteinsstöðum og Jakob Svavar Sigurðsson 8,708

 3. Freyðir frá Leysingjastöðum II og Ísólfur Líndal Þórisson 8,708

 4. Lord frá Vatnsleysu og Björn Friðrik Jónsson 8,54

 5. Taktur frá Varmalæk og Valdís Ýr Ólafsdóttir 8,51

 6. Hraunar frá Vatnsleysu og Arndís Brynjólfsdóttir 8,50

 7. Hryðja frá Þúfum og Mette Mannseth 8,484

 8. Nói frá Saurbæ og Sina Scholz 8,478

 9. Táta frá Grafarkoti og Fanney Dögg Indriðadóttir 8,46

 10. Hrímnir frá Skúfsstöðum og Sigurður Rúnar Pálsson 8,45

 11. Þróttur frá Akrakoti og Líney María Hjálmarsdóttir 8,44

 12. Króna frá Hólum og Linda Rún Pétursdóttir 8,42

 13. Björk frá Narfastöðum og Hjörvar Ágústsson 8,42

 14. Hlekkur frá Lækjamóti og Elvar Einarsson 8,42

 15. Ósvör frá Lækjamóti og Ísólfur Líndal Þórisson 8,41

 16. Sif frá Þúfum og Mette Mannseth 8,41

 17. Vídd frá Lækjamóti og Friðrik Már Sigurðsson 8,41

 18. Fannar frá Hafsteinsstöðum og Lilja S. Pálmadóttir 8,40

 19. Hrímnir frá Skúfsstöðum og Sigurður Rúnar Pálsson 8,40

 20. Hrafnfaxi frá Skeggstöðum og Magnús Bragi Magnússon 8,39

 21. Mylla frá Hólum og Þorsteinn Björnsson 8,38

 22. Skák frá Hafsteinsstöðum og Skapti Steinbjörnsson 8,37

 23. Hafrún frá Ytra-Vallholti og Bjarni Jónasson 8,37

 24. Kvistur frá Reykjavöllum og Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir 8,33

 25. Sæunn frá Mosfellsbæ og Finnur Ingi Sölvason 8,32

 26. Hátíð frá Kommu og Jessie Huijbers 8,29

 27. Blæja frá Saurbæ og Pétur Örn Sveinsson 8,28

 28. Vigur frá Hofi og Ásdís Brynja 8,23

 29. Byr frá Grafarkoti og Elvar Logi Friðriksson 8,19

 30. Kolskeggur frá Syðri-Hofdölum 8,19

 31. Penni frá Glæsibæ og Stefán Friðriksson 8,18

 32. Greip frá Sauðárkróki og Heiðrún Ósk Eymundsdóttir 8,18

 33. Birta frá Kaldbak og Eline Schriver 8,10

 34. Frikka frá Fyrirbarði og Finnur Ingi Sölvason 8,02

 35. Flipi frá Bergsstöðum og Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir 8,00

 36. Dynjandi frá Sauðárkróki og Stefán Öxndal Reynisson 7,94

 37. Blær frá Laugardal og Elin Adina Maria Bössfall 7,93Ungmennaflokkur

 1. Rósanna Valdimarsdóttir og Sprækur frá Fitjum 8,50

 2. Finnbogi Bjarnason og Blíða frá Narfastöðum 8,48

 3. Ásdís Ósk Elvarsdóttir og Koltinna frá Varmalæk 8,46

 4. Ragnheiður Petra Óladóttir og Ræll frá Varmalæk 8,46

 5. Sonja S. Sigurgeirsdóttir og Jónas frá Litla-Dal 8,46

 6. Eva Dögg Pálsdóttir og Stuðull frá Grafarkoti 8,42

 7. Elin Sif Holm Larsen og Jafet frá Lækjamóti 8,40

 8. Ásdís Ósk Elvarsdóttir og Laukur frá Varmalæk 8,39

 9. Ásdís Ósk Elvarsdóttir og Smári frá Svignaskarði 8,38

 10. Birna Olivia Ödqvist og Daníel frá Vatnsleysu 8,37

 11. Elin Sif Holm Larsen og Kvaran frá Lækjamóti 8,33

 12. Birna Olivia Ödqvist og Kristófer frá Hjaltastaðahvammi 8,33

 13. Elín Magnea Björnsdóttir og Eldur frá Hnjúki 8,28

 14. Hjördís Jónsdóttir og Dökkvi frá Leysingjastöðum II 8,23

 15. Sölvi Sölvason og Faxi frá Miðfelli 5 8,16

 16. Vigdís Anna Sigurðardóttir og Valur frá Tóftum 8,09

 17. Ragna Vigdís Vésteinsdóttir og Blær frá Hofstaðaseli 8,08

 18. Eydís Anna Kristófersdóttir og Hökull frá Þorkelshóli 2 8,05

 19. Friðrik Þór Stefánsson og Hending frá Glæsibæ 8,01

 20. Jódís Ósk Jónsdóttir og Óðinn frá Sigríðarstöðum 7,82

Unglingaflokkur

 1. Freydís Þóra Bergsdóttir og Ötull frá Narfastöðum 8,56

 2. Aron Freyr Sigurðsson Hlynur frá Haukatungu Syðri 1 8,47

 3. Ingunn Ingólfsdóttir og Ljóska frá Borgareyrum 8,43

 4. Karítas Aradóttir og Sómi frá Kálfsstöðum 8,43

 5. Viktoría Eik Elvarsdóttir og Kolbeinn frá Sauðárkróki 8,40

 6. Sigríður Vaka Víkingsdóttir og Vaki frá Hólum 8,37

 7. Eysteinn Tjörvi Kristinsson og Kjarval frá Hjaltastaðahvammi 8,36

 8. Guðný Rúna Vésteinsdóttir og Þruma frá Hofsstaðaseli 8,31

 9. Stefanía Sigfúsdóttir og Arabi frá Sauðárkróki 8,31

 10. Lara Margrét Jónsdóttir og Króna frá Hofi 8,31

 11. Unnur Rún Sigurpálsdóttir og Ester frá Mosfellsbæ 8,30

 12. Ásta Guðný Unnsteinsdóttir og Glitri frá Grafarkoti 8,29

 13. Ásdís Brynja Jónsdóttir og Vigur frá Hofi 8,22

 14. Ingunn Ingólfsdóttir og Morri frá Hjarðarhaga 8,22

 15. Jódís Helga Káradóttir og Fim frá Kýrholti 8,17

 16. Ásdís Brynja Jóndsóttir og Keisari frá Hofi 8,15

 17. Herjólfur Hrafn Stefánsson og Gró Glæsibæ 8,05

 18. Hulda Ellý Jónsdóttir og Valur frá Reykjavík 7,90

 19. Freyja Sól Bessadóttir og Kolbrún frá Bakka 7,88

 20. Herjólfur Hrafn Stefánsson og Dagný frá Glæsibæ 7,84


Barnaflokkur

 1. Júlía Kristín Pálsdóttir og Kjarval frá Blönduósi 8,76

 2. Þórgunnur Þórarinsdóttir og Grettir frá Saurbæ 8,49

 3. Rakel Gígja Ragnarsdóttir og Vídalín frá Grafarkoti 8,43

 4. Þórgunnur Þórarinsdóttir og Gola frá Ysta-Gerði 8,43

 5. Júlía Kristín Pálsdóttir og Miðill frá Flugumýri II 8,41

 6. Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal og Dagur frá Hjaltastaðahvammi 8,37

 7. Anna Sif Mainka og Ræll frá Hamraendum 8,34

 8. Bryndís Jóhanna Kristinsdóttir og Glóð frá Þórukoti 8,29

 9. Stefanía Hrönn Sigurðardóttir og Miðill frá Kistufelli 8,29

 10. Rakel Gígja Ragnarsdóttir og Grágás frá Grafarkoti 8,25

 11. Júlía Kristín Pálsdóttir og Unnar frá Flugumýri 8,13

 12. Dagbjört Jóna Tryggvadóttir og Dropi frá Hvoli 8,12

 13. Björg Ingólfsdóttir og Reynir frá Flugumýri 8,06

 14. Kristinn Örn Guðmundsson og Birtingur frá Stóru-Ásgeirsá 8,03

 15. Dagbjört Jóna Tryggvadóttir og Salka frá Grafakoti 8,02

 16. Flóra Rún Haraldsdóttir og Drífandi frá Saurbæ 7,99

 17. Kristinn Örn Guðmundsson og Frami frá Stóru-Ásgeirsá 7,9607.12.2015 10:53

Sonurinn fæddur

Þann 30. nóvember vorum við svo heppin að eignast heilbrigðan og fallegan dreng.
Our son was born November 30th, we are so happy :)Herdís Erla að máta jólakjólinn sinn
Herdís Erla trying on her christmas dress ;)

06.11.2015 22:42

Nóvember

 
Nú er kominn nóvember og heldur betur farið að styttast í litla gaurinn sem er væntanlegur 23.nóv
Þessi mynd var tekin á uppskeruhátíð Þyts sl. helgi. Þar var mjög gaman, góður matur, verðlaunaafhendingar, skemmtileg skemmtiatriði og ball. 

Stóðhesturinn Aur frá Grafarkoti fékk verðlaun fyrir 2. sæti í flokki 5 vetra stóðhesta. Efnilegur hestur þar á ferð með 1.v. fyrir bæði  byggingu og hæfileika. 


Fanney hefur verið að dunda við að smúla, mála og setja upp spjöld í hesthúsinu og Logi kláraði að sjóða grindina ofan á stóðhestastíurnar og er að glerja. Þannig að framkvæmdin potast áfram þótt hægt sé. 
 


05.11.2015 13:17

Sumar og haust

Við höfum verið við tamningar í sumar á Hvammstanga og í haust í Grafarkoti og hefur það gengið ljómandi vel. Elvar Logi og Anna Herdís hafa séð um þær, þar sem að Fanney er í öðru verkefni, það fer víst ekki saman að ganga með barn og stunda tamningar. 

 


Í sumar vorum við einnig með hestaleigu sem gekk mjög vel, við vorum með þæga og góða hesta og buðum upp á 30 mínútna - 2 klst. reiðtúra

 
. Myndir af nokkrum gestum hestaleigunnar. 

Fanney og Anna voru líka með reiðkennslu fyrir börnin sem voru á leikjanámskeiðinu í júní. 
Það gekk glimrandi vel og mjög hressir krakkar sem komu til okkar. 

 


05.09.2015 13:35

Sumarmót

Gæðingamót Þyts
Logi og Brúney voru í 2.sæti í B-flokki á gæðingamóti Þyts með einkunnina 8,51, hún var einnig hæst dæmda hryssan. 


Herdís Erla 2ja ára tók þátt á sínu fyrsta móti í pollaflokki á honum Flakkara sem er 28 vetra.
 
Flakkari var orðinn frekar syfjaður í verðlaunaafhendingunni. 


Íþróttamót Þyts

Fanney og Brúney kepptu í slaktaumatölti og sigruðu með einkunnina 7,50


Logi og Byr sigruðu töltið í 1.flokki og Logi og Eldfari voru í 3.sæti í fimmgangi. 

  

WR-Mót á Hólum  

Logi og Fanney skelltu sér á WR-mót á Hólum í maí. Fanney keppti á Brúney í slaktaumatölti og sigraði það með eink. 7,58 og í 4. sæti í fjórgangi með 6,87. 

Myndband úr forkeppninni slaktaumatölti
Elvar Logi keppti í tölti á Byr frá Grafarkoti og varð í 5. sæti með einkunnina 7,5030.08.2015 22:08

Gæðingakeppni


Logi skellti sér á gæðingamót á beinni braut á Sauðárkróki í lok ágúst. Hann keppti á Byr frá Grafarkoti og þeir hrepptu 1.sætið í B-flokki með 8,51 og voru valdir glæsilegasta parið líka. 

14.07.2015 22:11

Eva og Brúney Íslandsmeistarar

Eva Dögg Pálsdóttir og Brúney frá Grafarkoti urðu Íslandsmeistarar í T2 unglinga og í 7.sæti í fjórgangi unglinga á Íslandsmótinu sem haldið var á Sprettssvæðinu í júlí 2015.

Ákveðið var á síðustu stundu að skella Evu á bak á Brúney, þar sem að Fanney mátti ekki fara á hestbak vegna óléttunnar. Þær höfðu rétt rúma viku til að æfa saman en þetta small allt saman og þær uppskáru sigur í slaktaumatöltinu og komust í b-úrslit í fjórgangi á sterku Íslandsmóti. 10.06.2015 14:38

Knapamerki 4

Í vetur hafa tveir hópar verið í knapamerkjanámi. Tveir nemendur í knapamerki 4 og 5 nemendur í knapamerki 2. Það hefur gengið vel hjá þeim öllum. Knapamerki 4 lauk sínu námi í mars með verklegu prófi. 

Fríða Björg og Eva Dögg stóðust síðan verklega prófið í knapamerki 4 með prýði í maí. 

Allir glaðir eftir lokaprófið :)

20.05.2015 18:38

Ks-deildin 2015

Brúney frá Grafarkoti var aðalkeppnishryssa Fanneyjar sl. vetur og þær kepptu saman í fjórgangi, tölti, gæðingafimi og slakataumatölti. Þær stóðu sig best í slaktaumatölti og sigruðu með einkunnina 7,83. 

A-Úrslit 
1.Fanney Dögg & Brúney frá Grafarkoti - 7,83 
2-3.Þórarinn Eymundsson & Taktur frá Varmalæk - 7,46 
2-3.Teitur Árnason & Hreimur frá Kvistum - 7,46 
4 Bjarni Jónasson & Roði frá Garði - 7,0 
5.Líney María & Völsungur frá Húsavík - 6,67 

B-Úrslit 
Bjarni Jónasson & Roði frá Garði - 7,33 
Mette Mannseth & Hnokki frá Þúfum - 6,96 
Baldvin Ari & Lipurtá frá Hóli 6,96 
Hanna Rún & Nótt frá Sörlatungu - 6,83 
Tryggvi Björnsson & Hlynur frá Haukatungu- 6,38 

Forkeppni 
1.Fanney Dögg & Brúney frá Grafarkoti - 7,40 
2.Þórarinn Eymundsson & Taktur frá Varmalæk - 7,30 
3.Líney María & Völsungur frá Húsavík - 7,17 
4.Teitur Árnason & Hreimur frá Kvistum - 7,10 
5.Mette Mannseth & Hnokki frá Þúfum - 6,93 
6.Baldvin Ari & Lipurtá frá Hóli - 6,70 
7.Bjarni Jónasson & Roði frá Garði - 6,63 
8.Hanna Rún & Nótt frá Sörlatungu - 6,63 
9.Tryggvi Björnsson & Hlynur frá Haukatungu - 6,43 
10.Elvar Einarsson & Lárus frá Syðra-Skörðugili - 6,37 
11.Þorsteinn Björnsson & Króna frá Hólum - 6,30 
12.Guðmundur Karl & Rósalín frá Efri-Rauðalæk - 6,30 
13.Anna Kristín & Glaður frá Grund - 6,30 
14.Viðar Bragason & Vænting frá Hrafnagili - 6,23 
15.Fredrica Fagerlund & Snær frá Keldudal - 6,13 
16.Hörður Óli & Daníel frá Vatnsleysu - 6,03 
17.Gísli Gíslason & Trymbill frá Stóra-Ási - 5,53 
18.Magnús Bragi & Smári frá Steinnesi - 5,10 

  
Í gæðingafimi Tölt b-úrslit

05.05.2015 14:31

Liðakeppnin 2015


Brúna gengið í töltkeppni 2015 1. flokkur A-úrslit
2. sæti Byr frá Grafarkoti 3.sæti Brúney frá Grafarkoti og 4. sæti Grettir frá Grafarkoti.

Þá er Húnvetnsku liðakeppninni lokið á árinu 2015, Víðidalurinn sigraði með 192,98 stig en LiðLísuSveins var með 186,77.
Einstaklingskeppnin fór þannig að Vigdís Gunnarsdóttir sigraði 1. flokk, Magnús Á Elíasson 2. flokk, Stine Kragh 3. flokk, Karítas Aradóttir unglingaflokk og Eysteinn Tjörvi Kristinsson barnaflokk.

1.flokkur
1. Vigdís Gunnarsdóttir 27,5 stig
2. Fanney Dögg Indriðadóttir 23,5 stig
3. Hallfríður S Óladóttir 20 stig

2. flokkur
1. Magnús Á Elíasson 34 stig
2. Sveinn Brynjar Friðriksson 24 stig
3. Kolbrún Stella Indriðadóttir 13 stig

3. flokkur
1. Stine Kragh 28,5 stig
2. Halldór Sigfússon 22 stig
3. Sigrún Eva Þórisdóttir 19,5 stig

Unglingaflokkur

1. Karítas Aradóttir 34 stig
2. Eva Dögg Pálsdóttir 32,5 stig
3. Ásta Guðný Unnsteinsdóttir 28,5 stig

Barnaflokkur
1. Eysteinn Tjörvi Kristinsson 37 stig
2. Ingvar Óli Sigurðsson 32 stig
3. Rakel Gígja Ragnarsdóttir 30 stig


Úrslit kvöldsins urðu eftirfarandi:

1.flokkur 
a úrslit:
1 Vigdís Gunnarsdóttir / Freyðir frá Leysingjastöðum II Víðidalur 7,39 
2 Elvar Logi Friðriksson / Byr frá Grafarkoti LiðLísuSveins  7,28 
3 Fanney Dögg Indriðadóttir / Brúney frá Grafarkoti LiðLísuSveins  7,22 
4 Herdís Einarsdóttir / Grettir frá Grafarkoti LiðLísuSveins 7,00  (sigraði b úrslit)
5 Ísólfur Líndal Þórisson / Gulltoppur frá Þjóðólfshaga 1 Víðidalur  6,94 
6 Kolbrún Grétarsdóttir / Stapi frá Feti Víðidalur 6,78 
 
b úrslit:
6 Herdís Einarsdóttir / Grettir frá Grafarkoti LiðLísuSveins 7,11 
7 Tryggvi Björnsson / Sprunga frá Bringu LiðLísuSveins 6,78 
8 Jóhann Magnússon / Mynd frá Bessastöðum LiðLísuSveins6,33 
9 Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir / Óði Blesi frá Lundi Víðídalur 6,22 
10 Jessie Huijbers / Hátíð frá Kommu Víðidalur  6,11 

2. flokkur
1 Magnús Ásgeir Elíasson / Elding frá Stóru-Ásgeirsá Víðidalur 6,67 
2 Atli Steinar Ingason / Sigur frá Húsavík LiðLísuSveins 6,61 
3 Sveinn Brynjar Friðriksson / Mári frá Grafarkoti LiðLísuSveins 6,28 
4 Kolbrún Stella Indriðadóttir / Stuðull frá Grafarkoti LiðLísuSveins 6,22 
5 Þóranna Másdóttir / Ganti frá Dalbæ LiðLísuSveins 6,17 

3. flokkur
1 Halldór Sigfússon / Seiður frá Breið LiðLísuSveins 6,50 
2 Stine Kragh / Dís frá Gauksmýri LiðLísuSveins 6,28 
3 Elísa Ýr Sverrisdóttir / Dana frá Grafarkoti LiðLísuSveins 5,89 
4 Sigrún Eva Þórisdóttir / Dropi frá Hvoli Víðidalur 5,78 
5 Rannveig Hjartardóttir / Eyri frá Stóru-Ásgeirsá Víðidalur 5,22 

Unglingaflokkur
1 Karítas Aradóttir / Björk frá Lækjamóti Víðidalur 6,33 
2 Eva Dögg Pálsdóttir / Glufa frá Grafarkoti LiðLísuSveins 6,33  
3 Anna Herdís Sigurbjartsdóttir / Brokey frá Grafarkoti LiðLísuSveins 5,78 
4 Ásta Guðný Unnsteinsdóttir / Kragi frá Grafarkoti Víðidalur 5,72 

15.10.2014 22:08

Hvernig líst þér á þetta drasl að sunnan...

... Sagði einn eigandinn þegar hún kom að skoða tamningartryppin sín. Mér leist vel á þau og er ánægð með það sem af er af vel heppnuðu tamningahausti. Við erum fjórar í hesthúsinu ég, mamma, Marie frá Danmörku og Lena frá Þýskalandi. Lena er reyndar að fara aftur heim eftir 6 vikna dvöl í Grafarkoti. Við erum með fullt hús af tryppum og nú þegar eru nokkrir hópar útskrifaðir og nýir komnir í staðinn. Þetta eru alltaf skemmtilegir tímar og gaman að velta fyrir sér ættum og hæfileikum. Tryppin sem eru búin að vera hjá okkur eru m.a. undan Óm frá Kvistum, Hrannari frá Flugumýri, Kapli frá Kommu, Eldfara frá Stóru-Ásgeirsá, Sólon frá Skáney, Arði frá Brautarholti, Blysfara frá Fremra-Hálsi, Galsa frá Sauðárkróki, Al frá Lundum og fl. spennandi hestum. 

Þessi tryppi eru að útskrifast um helgina. 
 

Reiðtúr í fallegu haustveðri

Við fórum í kennsluferð- og skemmtiferð til Finlands í lok ágúst. Ég var með vel heppnað námskeið, það var mjög skemmtilegt og gaman að heimsækja vini okkar Jenni og Nicke en við vorum hjá þeim í 5 daga. Við fórum líka til Helsinki í tívolí það var mjög skemmtilegt og fór vel út fyrir þægindarrammann að fara í þessi tryllitæki.

18.08.2014 20:50

Íþróttamót Þyts

Íþróttamót Þyts var haldið laugardaginn sl. í algjöru slagveðri (örugglega versta veðrið sem hefur verið í sumar) Ég keppti á Stuðli í fimmgangi og það gekk bara þokkalega við enduðum í 3.sæti. Hann er alltaf skemmtilegur, þó það hefði verið mun skemmtilegra að keppa í góðu veðri til að fá skemmtilegri stemmningu og tölur. Síðan keppti ég á Brúney í fjórgangi og við enduðum í 2.sæti og svo fór ég með hana í fyrsta skipti í slaktaumatölt og hún stóð sig svakalega vel, fékk 6,80 í forkeppni og endaði svo í 2.sæti í úrslitum. Skemmtileg grein og gaman hvað hún var örugg með sig. Á sunnudeginum eftir mótið brast svo á bongóblíða og hrossunum virtist líka vel við sólina. Þau voru ekkert að hafa fyrir því að standa upp til að fá brauð. Enda algjör óþarfi :)


10.08.2014 20:24

Hesthúsbygging í júlí

Fyrir mánuði síðan var byrjað að slá upp fyrir viðbyggingunni á hesthúsin okkar á Hvammstanga.
Viðbyggingin eru 13 einshestastíur, álagningaraðstaða og stór kaffistofa á efri hæð.
Það er ýmislegt búið að gerast á þessum mánuði eins og sjá má á myndum hér fyrir neðan.
Við höfum verið heppin með að fá góða aðstoð frá góðum vinum. 


Húsið risið


12.07.2014 15:45

Reiðkennsla

Einkatímar eða hóptímar

Tek að mér einkatíma og hóptíma eftir óskum. Get útvegað hesta ef þess þarf, kenni byrjendum jafnt sem lengra komnum. Tilvalið fyrir konur eða karla sem langar að taka þátt í kvenna- eða karlareiðinni eða bara hverju sem er. Býð uppá tveggja manna tíma í 60 mín. og einkatíminn í 30-45 mín. Nánari upplýsingar í tölvupósti fanneyindrida@gmail.com eða síma 865-8174. 


Minna vanir: Farið verður yfir helstu ábendingar og samskipti við hestinn og ásetuna.
Meira vanir: Gangtegundaþjálfun, fimiæfingar og áseta.  

Fanney Dögg Indriðadóttir reiðkennari


Einnig eru nokkur pláss að losna í þjálfun. 

25.05.2014 21:25

Sumarþjálfun
Í sumar verðum við að þjálfa og ætlum að taka að okkur nokkur reiðfær hross í þjálfun og það eru nokkur pláss laus þannig að endilega hafið samband í e-mail fanneyindrida@gmail.com eða hringja 865-8174.
Mánaðargjaldið er 55.000 kr. (fyrir utan vsk)

Frumtamningarnar verða í haust, það má líka panta fyrir það núna. Byrjum líklega í sept./okt.


Flettingar í dag: 43
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 294
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 494774
Samtals gestir: 87716
Tölur uppfærðar: 26.10.2016 10:55:23
Flettingar í dag: 43
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 294
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 494774
Samtals gestir: 87716
Tölur uppfærðar: 26.10.2016 10:55:23